- 13 stk.
- 06.12.2017
Þann 7. ágúst 2008 opnaði Ingema Andersen sýningu sína á skarti á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN. Sendiherra Noregs á Íslandi Margit F. Tveiten flutti ávarp við opnunina.
Um hönnun sína segir Ingema: "Í skartgripi mína nota ég iðulega litríkt og óhefðbundið efni, svo sem pappír, plastmöppur, skopparabolta, plexigler o.fl. Undanfarið hef ég unnið úr sokkum og sokkabuxum sem finna mátti hér og þar í skúffum og skápum. Slíkur efniviður gefur nánast ótakmarkaða möguleika varðandi munstur, liti og áferð. Sokkarnir kalla fram minningar um liðna atburði tengda þeim. Það er heillandi og ákveðin áskorun að vinna með þetta viðkvæma efni en teygjanleiki efnisins gefur jafnframt möguleika á mikilli fjölbreytni í útfærslu."