- 15 stk.
- 11.12.2017
Á sýningunni „Fuglarnir okkar” sýnir Reynir fjölbreytta íslenska fugla sem hann hefur tálgað síðustu misseri.
Reynir lærði tréskurð hjá Hannesi Flossyni 1995 og var þar í þrjú ár, síðan hjá Matthíasi Andréssyni. Reynir hafði bæði gagn og gaman af verunni hjá þessum ágætu kennurum. Einnig hefur tekið námskeiðið „Tálgað í tré og lesið í skóginn" hjá Guðmundi Magnússyni og námskeið í tálgun hjá Harley Refsal. Námskeið í fuglaútskurði/tálgun tók Reynir hjá Einari Vigfússyni sem býr í Árborg í Manitoba og margir Íslendingar hafa heimsótt.