- 11 stk.
- 06.12.2017
LÍSA K GUÐJÓNSDÓTTIR opnaði sýningu sína FISKUR Í STEINI á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN þann 30. janúar 2009.
Lísa Karólína Guðjónsdóttir útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista – og handíðaskóla Íslands 1976 og gerðist strax virkur meðlimur í félaginu Íslensk grafík. Hún vann mest við ætingu en síðar meira með mónótýpur og var virk í sýningarhaldi innan lands og utan. Hún kenndi bæði við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands, en starfar nú sem þjónustufulltrúi í myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Efniviður Lísu frá árinu 2000 er íslenskt grjót og er þetta fyrsta sýning hennar á skúlptúrum