- 8 stk.
- 05.12.2017
Þann 13. sept. 2007 var opnuð fjórða sýningin Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN. Að þessu sinni er það Elísabet Haraldsdóttir, leirlistakona sem sýnir verk sín.
Elísabet er leirlistakona og býr á Hvanneyri. Verkin sem hún sýnir Á skörinni eru annars vegar skálar og hins vegar vasar.
Um þessi verk segir Elísabet: „Skálarnar sem sýndar eru á skörinni eru upphaflega unnar vegna vinnu minnar við gerð skírnarskálar fyrir barnabarn mitt. Þær eru renndar, tálgaðar og brenndar með hefðbundnum hætti. Mósaíkið er innlitað postulín. Kúluformin hafa verið mér hugleikin til margra ára og eru þau hugsuð sem vasar og gefa möguleika til þess að raða í þá blómum og greinum á margvíslegan hátt.“