- 7 stk.
- 05.12.2017
Þann 9. ágúst 2007 var opnuð þriðja sýningin Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN. Að þessu sinni er það Dagný Þrastardóttir, glerlistakona sem sýnir verk sín.
Dagný er glerlistakona og húsgagnasmiður og býr á Ísafirði. Þar hefur hún rekið Rammagerð Ísafjarðar sem er glerverkstæði og gallerí í mörg ár. Hún nam húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði sem slík í nokkur ár. Hún byrjaði að vinna í gler fyrir 12 árum. Hún hefur sótt námskeið í glerbræðslu m.a. í Tyrklandi og nam í eitt ár við Edinburgh College of Art.
Dagný hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum en þetta er önnur einkasýning hennar.