- 9 stk.
- 03.01.2018
Sýning Auðar Ingu Ingvarsdóttur „Botníur og borðfætur“ var opnuð á Skörinni, Aðalstræti 10 á Menningarnótt í Reykjavík þann 21. ágúst 2010. Viðfangsefni sýningarinnar „Botníur og borðfætur‟ eru undirstöður hlutana. Undanfarin ár hefur Auður Inga gert svokallaðar botníur en þær hafa ekki fætur heldur liggja á botninum. Auði Ingu langaði til að koma með verk á móti sem standa á fótum. Í því sambandi fór hún að skoða borðfætur og þá sérstaklega fætur á gömlum antikborðum. Auður Inga lauk námi frá Glasgow School of Art fyrir tveimur árum. Hún vinnur aðallega í steinleir sem hún handmótar og rennir. Auður Inga vinnur gjarnan út frá þeirri hugmynd að enginn hlutur er eins og reynir gjarnan að ýkja það í verkum sínum.