- 10 stk.
- 06.12.2017
Þann 9. júlí 2009 opnaði Jóna Birna Óskarsdóttir sýninguna "Af kuðungum og fingurbjörgum" á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN.
Á sýningunni eru nefskolarar sem Jóna Birna vann sem lokaverkefni í keramikhönnun í Danmarks Designskole 2008 og sérstæðar fingurbjargir.
Nefskolararnir eru form sem ætluð eru - eins og nafnið gefur til kynna - til nefskolunar. Á sýningunni eru 15 skolarar sem allir eru einstakir. Formin eru keimlík, þ.e. mismunandi stærðir og útfærslur af sama formi en glerungarnir gera þá gjörólíka. Með glerungunum hefur hver og einn fengið sinn eigin karakter og gerir það spennandi að sjá þá alla í sama rými.