Yfirlitssýning á textílverkum Philippe Ricart

Yfirlitssýning á textílverkum Philippe Ricart hefur verið opnuð í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og mun sýningin standa til ágúsloka.

Philippe lést árið 2021, en hann var einstakur handverks- og listamaður sem lagði áherslu á að viðhalda gömlum íslenskum handverkshefðum sem og að nota íslenskt hráefni og efnivið eins og kostur var.

Hér er hægt að lesa umfjöllun um Philippe Ricart en hann hann hlaut Skúlaverðlaunin 2015 á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.