William Morris: Alræði fegurðar!

Í Listasafni Reykjavíkur hefur verið opnuð sýning á verkum breska hönnuðarins William Morris.

Morris (1834-1896) var listamaður, hugsuður, rithöfundur og samfélagsrýnir og hafði mikil áhrif á samtíma sinn og skildi eftir sig sjónrænan menningararf og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif allt til okkar daga.

Tengsl Morris við Ísland eru áhugavert rannsóknarefni en hann ferðaðist hingað tvisvar á starfsævi sinni, árið 1871 og árið 1873. Morris varð fyrir miklum áhrifum í Íslandsheimsóknum sínum, heillaðist bæði af menningu og náttúru. Heimildir herma að hann hafi ætíð upplifað sig sem mann norðursins og lýsti það sér í óstöðvandi áhuga hans á íslenskum bókmenntum en ekki síður í ófáguðu útliti.

Sýningin stendur til 6. október 2019

Sjá nánar um sýninguna hér

Á Kjarvalsstöðum verða leiðsagnir á íslensku kl. 12.30 á miðvikudögum í sumar. Leiðsagnirnar eru hugsaðar sem inngangur að sýningum hússins.