VITUND

Sýning Textílfélagsins á HönnunarMars, Kolagötu á Hafnartorgi

Textílfélagið stendur fyrir samsýningu sem er hvatning til að huga að leiðum og lausnum á sviði endurvinnslu og endurnýtingar.
Máltækið segir að neyðin kenni naktri konu að spinna og á það sannarlega við nú þegar kröfur eru sífellt að aukast varðandi gagnsæi framleiðsluhátta og rekjanleika hráefnis. Við getum haft jákvæð áhrif á framleiðsluhringrásina með því að sýna hvernig hægt er að nýta aftur það sem þegar hefur verið búið til eða á nýjan hátt.
Með þessu móti sköpum við tækifæri til að hanna vistvænar vörur og auka vitund neytenda um að allar ákvarðanir þeirra skipta máli.
Þátttakendur í sýningunni er fjölbreyttur hópur textílhönnuða sem vinna með ólíkar aðferðir eins og spuna, vefnað, prjón, útsaum og efnisgerð.