Styðjum íslenskt

Nú eru erfiðir tímar hjá mörgum litlum fyrirtækjum og einyrkjum vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar. Handverksmenn og hönnuðir eru meðal þeirra fjölmörgu sem glíma við vanda. Einhver gallerí hafa lokað tímabundið, önnur stytt opnunartíma verulega enda ferðamenn farnir af landi brott og fáir á ferli.
Fólk reynir að bregðast við breyttum aðstæðum með því til dæmis að bjóða upp á heimsendingar á vörum.
HANDVERKI OG HÖNNUN langar til að vekja athygli á þessu framúrskarandi fólki okkar og við vonum að sem flestir haldi áfram að kaupa íslenska list og framleiðslu og nýti sér netið til að kynna sér úrvalið og fá sent heim.
Við munum nú á næstunni kynna íslenskt listhandverk og íslenska hönnun á hér á heimasíðunni, Facebook og Instagram.
 
Sýnum samstöðu og leggjum öll okkar af mörkum.