Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR hefur verið opnaður í nýju útliti. Vefurinn var endurhannaður að fullu og mikil áhersla lögð á að gera allar upplýsingar aðgengilegar, efla myndræna framsetningu og hafa vefinn lifandi. Hjá HANDVERKI OG HÖNNUN hefur safnast gríðarlegt magn af myndefni í gegnum árin sem er ómetanleg heimild um þróun handverks og listiðnaðar á Íslandi. Þá eru 280 manns þegar skráðir í gangabankann á vefnum og enn á eftir að bætast við. Vefurinn er skalanlegur sem þýðir að hann opnast þægilega hvort sem er í tölvu, snjallsíma eða spjaldtölvu. Farið var í þessa vinnu vegna aukafjárframlags sem ríkistjórn Íslands samþykkti að veita HANDVERKI OG HÖNNUN í mars 2016 og styrks sem Samtök iðnaðarins veittu til verksins. Hugbúnaðarfyrirtækið Stefna sá um hönnun og uppsetningu á nýja vefnum.

Þeir sem eru skráðir á vefinn eru sérstaklega hvattir til að skoða sínar upplýsingar, athuga hvort allt sé rétt og hvort ástæða sé til að senda inn nýjar myndir. Þá eru allar ábendingar um efni sem ætti heima á vefnum vel þegnar.