Vefnaður - fyrirlestur Lotte Dalgaard

Danska veflistakonan og vefnaðarkennarinn Lotte Dalgaard flytur fyrirlestur um vefnað í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e föstudagskvöldið 24. ágúst kl. 20. Í erindi sínu (sem fer fram á ensku) segir Lotte frá sér og verkum sínum. Veflistakonan er stödd hér á landi vegna fimm daga námskeiðs í mottuvefnaði sem hún kennir við Heimilisiðnaðarskólann. Gestum gefst því kjörið tækifæri til að hlýða á fróðlegt erindi um vefnað en jafnframt að skoða verk þeirra ellefu nemenda sem sitja námskeiðið hjá Lotte. 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir - aðgangur ókeypis!
 
Lotte Dalgaard (sjá hér) hefur áður komið til Íslands og kennt vefnað hjá Heimilsiðnaðarskólanum. Fyrir um áratug kom hún og kenndi aðferðir þar sem ofið er úr bandi með mismunandi eiginleika svo úr verður fjölbreytt áferð, aðferðir sem kynntar eru í bók hennar "Magiske Materialer - i væven".  Lotte á að baki langan og farsælan feril í vefnaði. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar í Danmörku og víða um heim, hefur gefið út bækur og sinnt kennslu (sjá hér).