Vefnaðarnámskeið

Fimm daga vefnaðarnámskeið  19. – 23. júní í Heimilisiðnaðarskólanum

Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði. Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja læra að setja upp í vefstól. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Verkefni eru að eigin vali í samráði við kennara til að mynda púðar, dúkarenningar, mottur eða veggteppi. Þátttakendur fá leiðbeiningar um efni og bindingar sem hæfa viðfangsefninu, s.s. þéttleika uppistöðu og ívafs. 

Námskeiðið fer fram í Heimilisiðnaðarskólanum í Nethyl 2e, kennari er Sigríður Ólafsdóttir. Kennslan fer fram mánudag til föstudags kl. 9-15 dagana 19. – 23. júní.

Námskeiðsgjald: er 72.000 kr. (64.800 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.

Skráning á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500.