Vefnaðarnámskeið

Fimm vikna námskeið í vefnaði við Heimilisiðnaðarskólann hefst 7. mars næstkomandi. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Verkefnaval er frjálst en á meðal möguleika eru púðar, dúkarenningar, veggteppi eða púðar með rósabandi o.fl. Þátttakendur fá leiðbeiningar um efni og bindingar sem hæfa viðfangsefninu, s.s. þéttleika uppistöðu og ívafs. Námskeiðið fer fram í húsnæði Heimilisiðnaðarfélags Íslands við Nethyl 2e. Fyrstu tvær vikurnar er kennt þrisvar í viku á þriðjudags- og miðvikudagskvöldum og á laugardögum fyrir hádegi en seinni þrjár vikurnar á miðvikudagskvöldum og laugardagsmorgnum. Sérstök athygli er vakin á því að nemendur hafa frjálsan aðgang að vefstofunni á opnunartíma hússins og geta því komið og ofið að vild. Kennari á námskeiðinu er Sigríður Ólafsdóttir. Skráning í síma 551 5500 eða á netfangið skoli@heimilisidnadur.is

Vefnaðarnámskeið – 5 vikur
Kennari: Sigríður Ólafsdóttir
Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.
7. mars – 8. apríl, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18 - 21 og laugardaga kl. 9 - 12.
Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., mið. og lau. en næstu þrjár vikur mið. og lau.
Námskeiðsgjald: 86.400 kr. (77.760 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.
Staðsetning: Nethylur 2e