Útskriftarhátíð Listaháskóla Íslands 2021

Hinn mikli vorboði sem útskriftarhátíð LHÍ er nær yfir alla útskriftarviðburði nemenda á BA og MA stigi við sex deildir háskólans: arkitektúrdeild, hönnunardeild, listkennsludeild, myndlistardeild, sviðslistadeild og tónlistardeild.
 
15. - 24.05.2021
Af ásettu ráði
Sjá nánar hér.
Útskriftarsýning arkitektúrs, hönnunar og myndlistar
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús við Tryggvagötu
 
Á vef LHÍ má finna alla dagskrá útskriftarhátíðinnar, en hún er birt með fyrirvara um breytingar.
Ókeypis aðgangur er á alla viðburði útskriftarhátíðarinnar, en í sumum tilfellum þarf að bóka sér miða á tix.is.
Farið er eftir fjöldatakmörkunum hverju sinni og miðað við hvern viðburðarstað.