Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands

Í kvöld, fimmtudaginn 12. apríl fer fram uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands í IÐNÓ. Hátíðin er að þessu sinni haldin samhliða SmallTalks, fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar, en hingað til lands eru komnir góðir gestir frá Norðurlöndunum sem munu deila reynslu sinni og veita innblástur.
Einnig verða Indriðaverðlaunin veitt þetta sama kvöld. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku. Í ár hlýtur sá fatahönnuður Indriðaverðlaunin sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2015-2017.

Dagskrá

20:00 | Ávarp: Halla Helgadóttir, framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðsöðvar Íslands

Mælendur SmallTalks eru:

Suzi Christoffersen - stofnandi Closed Loop
Björg Ingadóttir - Hönnuður og eigandi Spakmannsspjara
Gisle Mardal - Framkvæmdarstjóri Norwegian Fashion Institute og stjórnarformaður hjá NFA (Nordic Fashion Association)
Nikolaj Nielsen - Listrænn stjórnandi hjá Won Hundred

Smelltu hér til að kynna þér fyrirlesarana nánar.

Að fyrirlestri loknum fer fram afhending Indriðaverðlaunanna 2018, pallborðsumræður og partý!

Frítt inn og allir velkomnir á meðan húsrými leyfir.