Uppbygging ferðamannastaða

– Skipulag, hönnun og undirbúningur ferðamannastaða

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Byggðaráætlun.

Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að skipulagi, hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða, t.a.m. fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum og áhugamannafélögum.

Fjallað er um þá skipulags- og undirbúningsvinnu sem þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast, meðal annars skráningar menningarminja (fornleifar og hús), leyfisveitingar, öryggismál, fjármögnun sem og skipulags- og hönnunarferli frá hugmynd til veruleika með það fyrir augum að innviðauppbygging byggist á fagmennsku og vönduðum undirbúningi svo hún hafi ekki í för með sér röskun á náttúru og menningarminjum. Sérstök áhersla er á sjálfbærni m.t.t. efnistöku, hönnunar, framkvæmdar og viðhalds.

Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að hafa öðlast yfirsýn og skilning á ólíkum þáttum skipulags- og hönnunarvinnu sem er undanfari framkvæmda á áfangastöðum í náttúrunni.

Kennsla: Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt, Einar Á. E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir Ferðamálastofa, Sigbjörn Kjartansson arkitekt, Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands, Uggi Ævarsson minjavörður og Örn Þór Halldórsson arkitekt.

Námsstefnustjóri: Anna María Bogadottir arkitekt

Haldið föstudaginn. 21. febrúar, kl. 10-16 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík.

Viðburður á Facebook