Ungt fólk á öllum aldri

Hönnunarsafn Íslands hefur tekið í notkun nýtt leik- og fræðsluborð tileinkað og innblásið af hugarheimi og verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar (1942-2015), hönnuðar og stærðfræðings.

Borðið er ætlað fyrir alla fjölskylduna og hvetur til sköpunar, tilrauna og uppgötvana tengdum stærðfræði.

Verkefnið er samstarf Hönnunarsafns Íslands við Jóhönnu Ásgeirsdóttur, myndlistarmann sem hefur sérhæft sig í miðlun stærðfræði með aðferðum lista og Hrein Bernharðsson, vöruhönnuð.
Borðið hentar öllum aldurshópum, og það er alls ekki skilyrði að vera stærðfræðiséní!

Verkefnið var styrkt af Barnamenningarsjóði 2020.

Vefur Hönnunarsafns Íslands