Undirritun samnings

UNDIRRITUN SAMNINGS

Þann 27. janúar síðastliðinn undirrituðu Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra og Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri samning um sjálfseignarstofnuna HANDVERK OG HÖNNUN. Samningurinn gildir fyrir árið 2022. Samningurinn er efnismikill og þar er m.a. gerð krafa um að farið verði í stefnumótun og er það fyrsta verkefni ársins hjá HANDVERKI OG HÖNNUN. Samið hefur verið við óháðan fagaðila sem stýrir því starfi. Vonir standa til að í framtíðinni verði hægt að gera samninga til lengri tíma í senn þar sem mörg verkefni eru lengi í undirbúningi.