Umsóknarfrestur til 26. ágúst

H A N D V E R K
O G  H Ö N N U N

í Ráðhúsi Reykjavíkur

21. til 25. nóvember 2019

HANDVERK OG HÖNNUN mun halda hina árlegu sýningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 21. til 25. nóvember 2019. Fjölbreytnin ræður ríkjum á sýningunni enda er gróskan mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði.

Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku á sýningunni, en fagleg valnefnd velur þátttakendur.

Þessi sýning hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi en hún var fyrst haldin árið 2006 og dregur alltaf að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og  kynna vörur sínar á sýningunni.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Umsóknareyðublað 

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 26. ágúst 2019