Ullarþon

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon dagana 25. - 29. mars nk.

Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. 

Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum;

  1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
  2. Blöndun annarra hráefna við ull
  3. Ný afurð
  4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. 

Lokaskil á hugmyndum er þann 29. mars. Dómnefnd mun þá meta hugmyndir og tilkynna um miðjan apríl hver mun vera í topp fimm í hverjum flokki. Úrslit verða kynnt á Hönnunarmars 2021, þann 20. maí. Heildarverðmæti vinninga eru um 1.600.000 kr. 

Leiðbeinendur eru til staðar til þess að veita liðum Ullarþonsins  hjálparhönd og hjálpa þeim á því sviði sem þeir hafa sérþekkingu á svo sem ull, hönnun, útfærslu, pitch, textíl, myndbandagerðar, nýsköpun eða viðskiptaþróun. Þeir sem skrá sig sem leiðbeinendur, skrá á hvaða sviði þeir hafa þekkingu í og geta auk þess skráð þá daga og tímasetningar hvenær teymin geta haft samband. Leiðbeinendur stjórna því hversu miklum tíma þeir verja.

Hægt er að skrá sig hérog má endilega deila þessu með öðrum áhugasömum. 

Hægt er að fylgjast með á síðum Ullarþonsins á Facebook og Instagram og einnig kominn viðburður á Facebook.

Skráning fyrir þátttakendur og leiðbeinendur er hafin.

Þann 1. mars var haldinn kynningarfundur, hér má sjá glærur frá honum.