Tilnefningar óskast - The Reykjavík Grapevine Design Awards 2020

Búið er að opna fyrir tilnefningar til The Reykjavík Grapevine Design Awards 2020 

Hvað stóð upp á árinu 2019?

Samhliða HönnunarMars undanfarin ár hefur The Reykjavík Grapevine efnt til hönnunarverðlauna fyrir framúrskarandi íslenska hönnun. Nú er kallað eftir tilnefningum fyrir verkefni og hönnuði sem þykja bera af á nýliðnu ári, 2019.

Hægt er að tilnefna til fjögurra ólíkra flokka:

- Tískuhönnun ársins (Fashion Design Of The Year)
- Vara ársins (Product Of The Year)
- Verkefni ársins (Project Of The Year)
- Vörulína ársins (Product Line Of The Year)

Tilnefningar skulu sendar í tölvupósti á: editorial@grapevine.is eða valur@grapevine.is fyrir 21. febrúar nk.

Sjá nánar hér