Tíðahvörf

Jonna - Jónborg Sigurðardóttir býður á myndlistasýninguna TÍÐARHVÖRF í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri laugardag og sunnudag 19.-20. nóvember kl. 14-17

Verkin á sýningunni eru unnin úr OB töppum og akrýlmálningu. Um síðustu aldamót hóf Jonna að nota OB tappa í myndsköpun. Eftir nokkurra ára hlé ákvað hún að taka þennan listmiðil upp aftur og úr varð sýningin Tíðarhvörf og hefur Jonna einfaldlega þetta að segja um sýninguna: ,, Hormónarnir taka völdin, bless blóð, halló þroski og gleði"!

Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Københavns Mode- og Designskole 2011. Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga. Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síðustu árin; haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum. Jonna gefur ekkert eftir í ár og nú er farandssýning hennar Völundarhús plastsins á ferð, í Árbæjarsafninu í Reykjavík. Jonna hefur túrað með Völundarhús plastsins á ferð til Hríseyjar, á Skagaströnd og á Bakkafjörð en sýningin hófst í upphafi árs í Listasafninu á Akureyri. Nýlega færði listakonan Jonna Akureyrarkirkju listaverk unnin með OB töppum og akrýlmálningu að gjöf en það er portrait mynd af Akureyrarkirkju.

Tíðarhvörf eru aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni og eru allir velkomnir.