Þrykk og munsturgerð

Sex skipta námskeið í textílþrykki og munsturgerð í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Á námskeiðinu er kennt að undirbúa munstur og þrykkja á textíl, svo sem taupoka, flíkur, eða stærri efnisbúta. Kynntar eru grunnaðferðir til að vinna munstur í tölvu sem er svo tekið og lýst á ramma.

Einnig eru kenndar aðferðir til að búa til munstur og þrykkja með pappírsskapalóni og stimplum. Kynnt er hvernig maður þrykkir símunstur og frjálst þrykk.

Á námskeiðinu er aðallega notast við pigment liti en einnig er kynning á því hvernig þrykkja má með metal foil og puff kvoðu.

Kennsludagar eru laugardagar og þriðjudagskvöld frá 13. febrúar til 3. mars.

Kennarar eru Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Helga Björk Ottósdóttir.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vef Myndlistaskólans: www.mir.is