Þrívíddarformun í fatnað og textíl

Nýtt námskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík

Þórunn María Jónsdóttir kennir þriggja daga námskeið í frjálsri þrívíddarformun í fatnað og textíl í Myndlistaskólanum í Reykjavík. 

Á námskeiðinu verða kynntar leiðir til að gefa fatnaði og/eða textílefni þrívíða vídd með mismunandi aðferðum og tækni þar sem efnið tekur á sig ýmsar myndir og leikur á mörkum skúlptúra og fatnaðar. Farið er í undirstöðuatriði við að forma þrívídd í fatnað út frá tvívíðum léreftsgrunni og sýndar verða ýmsar einfaldar aðferðir til að nýta sér skapandi sníðaaðferðir við mótun fatnaðar eftir eigin hugmyndum. 

Þórunn lærði fatahönnun og sníðagerð í Esmod – Guerre Lavigne í París og síðan leikmynda- og búningahönnun við konunglegu listaakademíuna í Antwerpen. Hún hefur unnið við yfir sextíu verk sem búninga- og/eða sviðsmyndahönnuður í leikhúsi, óperum og kvikmyndum undanfarin tuttugu ár.

Námskeiðið er kennt:
Laugardaginn 14. apríl kl. 10:15-14:30
Sunnudaginn 15. apríl kl. 10:15-14:30
Laugardaginn 21. apríl kl. 10:15-14:30

Nánari upplýsingar ásamt skráningu má finna á vef Myndlistaskólans www.mir.is 

---- 

Slóð á facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/559804217728659/

Slóð á skráningarvef: https://myndlistaskolinn.is/namskeidalisti/frjals-rividdarformum-i-fatna-og-textil