Þráður - sumarnámskeið fyrir 12-15 ára

Þráður - sumarnámskeið fyrir 12-15 ára

Í tilefni af sýningunni Karólína vefari stendur Borgarsögusafn fyrir tveggja daga sumarnámskeiðum, annars vegar 14.-15. júní og hins vegar 21.-22. júní.

Nemendur fá innsýn í eiginleika og möguleika íslensku ullarinnar og læra um það hvernig þráður er unninn úr ullarreyfinu. Þá fá nemendur leiðsögn í að vefa lyklakippu/ bókamerki í vefnaðarramma sem þeir fá til eignar.

Námskeiðið er hluti af samstarfsverkefni HFÍ og Borgarsögusafns - sjá nánari upplýsingar og skráningu hér.