Þjóðhátíðargleði í Árbæjarsafni

Þjóðhátíðadeginum 17. júní verður fagnað með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í Árbæjarsafni.

Að vanda verður þjóðbúningurinn í öndvegi og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúning.

Frá kl. 13 – 16 sýna félagar Heimilisiðnaðarfélagsins fallegt handverk í völdum safnhúsum.
Oddný Kristjánsdóttir skautar fjallkonuna í Lækjargötu kl. 14.
Vikivaki kennir gamla dansa kl. 13, 13:45, 14:30 og 15:30.
Skólahljómsveit Grafarvogs leikur kl. 15.
Þá verða margir flottir fornbílar á víð og dreif um safnsvæðið.
Litríku og góðu sleikjóarnir verða á sínum staði í Krambúðinni og að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi og heimabakað góðgæti.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja, og þá sem mæta í eigin þjóðbúningi.

Sjá nánar á vef Árbæjarsafns