Þetta vilja börnin sjá!

Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2016. Sýningin hefur verið haldin árlega frá árinu 2003 og gefur jafnan fjölbreytta og áhugaverða innsýn í nýjar, íslenskar barnabókmenntir.

Alls taka 24 myndskreytar þátt í ár og sýna verk úr 35 bókum. Myndskreytar sem eiga verk á sýningunni í ár eru:

Andri Kjartan Andersen, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Auður Þórhallsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Elín Elísabet Einarsdóttir, Elsa Nielsen, Freydís Kristjánsdóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Heiðdís Helgadóttir, Katrín Matthíasdóttir, Kristín Arngrímsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Lára Garðarsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Lína Rut Wilberg, Logi Jes Kristjánsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, María Sif Daníelsdóttir, Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson, Sigrún Eldjárn
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir og Þórir Karl Bragason Celin.

Sýningin stendur til 5. mars og verður opin mánudaga - föstudaga frá 9-18 og um helgar frá 13-16.

Að sýningartímabilinu í Gerðubergi loknu gefst landsmönnum víðar en á höfuðborgarsvæðinu tækifæri til að sjá sýninguna því Þetta vilja börnin sjá! er farandsýning og heldur í ferðalag um landið sem stendur yfir allt árið 2017.

Sjá nánar hér