Textílnámskeið hjá Myndlistaskólanum

Tvö textílnámskeið verða haldin í Myndlistaskólanum í Reykjavík í október. Þetta eru styttri námskeið en hefðbundnu námskeiðin okkar, annað er sex skipti og hitt er aðeins eitt kvöld.

Spunatilraunir - rokkur og halasnælda. Námskeiðið er kennt á mánudögum frá kl. 17:40 til 21:00 frá 1. október til 5. nóvember. Námskeiðið er 1 eining.

Woad litun verður mánudaginn 1. október frá 17:45 til 20:45.

Skráning stendur yfir, sjá nánar á vef Myndlistaskólans