Textílfélagið býður uppá áhugaverð námskeið í sumar

Textílfélagið mun bjóða upp á þriggja daga endurmenntunarnámskeið fyrir listgreinakennara og aðra áhugasama í sumar.

Jurtalitun + bókagerð - 5. til 7. júlí 2021

Kennarar: Þorgerður Hlöðversdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir 

Fyrir hádegi læra nemendur um grunnatriði í jurtalitun. Íslenskar jurtir verða notaðar til að lita ullargarn og munu nemendur einnig læra að nota hjálparefni sem gefa mismunandi tóna.
Í lok námskeiðsins fá nemendur prufur af öllu því sem þeir hafa litað á námskeiðinu.

Eftir hádegi verður kennsla í bókagerð þar sem nemendur læra að brjóta og sauma nokkrar mismunandi gerðir bóka. Hugmyndavinna og skissugerð verður unnin með jurtalit og bleki, handgerðum penslum og einföldum áhöldum á pappír, sem verður notaður í bækurnar.

Indigolitun + útsaumur -10. til 12. ágúst 2021

Kennarar: Þorgerður Hlöðversdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

Fyrir hádegi læra nemendur að útbúa indigo lög og lita bæði garn og efnisbúta. Nemendur prófa sig áfram með sibori tækni og gera tilraunir. Einnig verður litað með kaktuslús og hún yfir lituð með indigo.
Eftir hádegi verða kenndar útsaumsaðferðir, einföld spor sem nýta má á fjölbreyttan hátt s.s. boro, sashiko og frjálsan útsaum. Unnin verður hugmyndavinna á pappír sem er yfirfærð á efni.

ÞORGERÐUR HLÖÐVERSDÓTTIR textíllistakona og kennari er sérfræðingur í jurtalitun. Hún hefur
starfað við kennslu og haldið fjölda námskeiða í jurtalitun og tekið þátt í sýningum á Íslandi og í Kanada.
Hægt verður að kaupa bók hennar Foldarskart í ull og fat á Korpúlfsstöðum.

ARNÞRÚÐUR ÖSP KARLSDÓTTIR vinnur textíl og bókverk með fjölbreyttum efnum og aðferðum.
Hún hefur starfað við kennslu í textíl og myndlist samhliða listsköpun sinni og tekið þátt í sýningum á Íslandi, Skandinavíu og Bandaríkjunum.

Verð fyrir þriggja daga námskeið er 48.500
(43.500 kr fyrir meðlimi Textílfélagsins)

Skráning fer fram á heimasíðu félagsins www.tex.is/namskeid/
Hámarksfjöldi nemenda er 12. Lágmarksfjöldi er 8.
Kennt verður milli 9 og 15:30.
Kennsla fer fram á verkstæði Textílfélagsins, Korpúlfsstöðum (Thorsvegi 1, 112. Reykjavík)

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda línu á textilfelagid@gmail.com og í síma 7711858