Tekjufallsstyrkir - umsóknarfrestur til 1. maí 2021

Í október 2020 kynnti ríkisstjórnin aðgerðir til að bæta stöðu starfandi listamanna og menningartengdra fyrirtækja í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Tekjufallsstyrkjum er meðal annars ætlað að styðja minni rekstraraðila sem starfa í menningar- og listgreinum, ferðaleiðsögumenn og aðra minni aðila í rekstri sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna COVID-19 faraldursins.

Til að komast inn í umsókn um tekjufallsstyrk þarf að fara í gegnum þjónustusíðu einstaklinga á www.skattur.is  með rafrænum skilríkjum.

Umsókn um tekjufallsstyrk þarf að berast í síðasta lagi 1. maí 2021.

→ Allar nánari upplýsingar um tekjufallsstyrkinn má finna hér.