Sýningin í Ráðhúsi Reykjavíkur verður í nóvember 2022

H A N D V E R K
O G  H Ö N N U N

í Ráðhúsi Reykjavíkur

17. til 21. nóvember 2022

Ákveðið hefur verið að halda sýninguna HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR dagana 17. til 21. nóv. 2022. Aflýsa þurfti sýningunni tvö síðustu ár vegna Covid-19 faraldursins en annars hefur sýningin verið haldin árlega síðan 2006. Öllum sem vinna við handverk, listiðnað og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku en valið er inn á sýninguna af faglegri valnefnd.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag, umsóknarfrest o.þ.h. verða kynntar síðar.