Sýningarspjall með Hrönn og Steinunni Aldísi

Frá mótun til muna - Sýningarspjall með Hrönn og Steinunni sunnudaginn 30. sept. kl. 15:00

Hvað er rakú, sagbrennsla og pottbrennsla? Hvaða áskoranir fylgja vinnu með leir? Heimildarmyndin, Rakú - Frá mótun til muna, er kjarni samnefndrar sýningar sem nú stendur yfir í Listasafni Árnesinga á keramiki sem unnið var með gömlum leirbrennsluaðferðum. Steinunn Aldís Helgadóttir og Hrönn Waltersdóttir, sem báðar eiga verk á sýningunni, segja frá verkefninu sem sýningin byggir á, ræða við gesti og svara m.a. þessum spurningum eða öðru sem gestir hafa áhuga á að fá upplýsingar um. 
Báðar hafa unnið lengi með leir og leitað sér víðtækrar menntunar á því sviði og voru hvatamenn ásamt Ingibjörgu Klemenzdóttur að byggingu rakúofns við vinnustofu Ingibjargar í Ölfusi sem og vinnusmiðju um gamlar brennsluaðferðir sem sýningin byggir á. Í þeirri listasmiðju tóku níu leirlistamenn þátt og á sýningunni má sjá fjölbreytta muni sem þeir unnu meðan á vinnusmiðjunni stóð og í framhaldi hennar með sams konar brennsluaðferðum.

Nánar um viðburðinn á Facebook