SÝNINGAROPNUN & VEISLUHÖLD í Norræna húsinu

SÝNINGAROPNUN & VEISLUHÖLD,  FÖSTUDAGINN 24. JANÚAR KL. 17 

Norræna húsið opnar sýninguna LAND HANDAN HAFSINS föstudaginn 24. janúar kl.17 og fagnar um leið enduropnun á nýuppgerðum sýningarsal hússins. Einnig verður kynntur til leiks veitingastaðurinn MATR, sem mun framreiða ljúffenga og vistvæna rétti fyrir sýningargesti. 

LAND HANDAN HAFSINS er sýning á verkum fimm finnskra listamanna sem veita innsýn í hugmyndir sínar og drauma um betri heim. 

Sýningastjóri er Juha-Heikki Tihinen. 
Listamenn sem sýna eru Erik Creutziger, Marjo Levlin, Carl Sebastian Lindberg, Susanna Majuri, Pauliina Turakka Purhonen. 

 

DAGSKRÁ 

17:00 
Sýningarrýmið opnað 
17:15  
Sabina Westerholm forstjóri Norræna hússins býður gesti velkomna 
Ann-Sofie Stude sendiherra Finnlands á Íslandi flytur ávarp 
Sýningarstjórinn Juha-Heikki Tihinen kynnir sýninguna 
18:00  
Anarkískur blómagjörningur eftir finnsku listakonuna Ilona Valkonen. 
Kynning frá MATR, nýjum veitingastað Norræna hússins, sem mun framreiða ljúffenga og vistvæna rétti fyrir sýningargesti. 

Land handan hafsins stendur til 5. apríl og er aðgangur ókeypis

Norræna húsið er opið þri.-sun. frá 10 til 17. 

Land handan hafsins: https://nordichouse.is/event/landid-handan-hafsins-finnskt-listafolk-a-islandi/

Anarkískur blómagjörningur: https://nordichouse.is/event/vieno-motors-borgaruppskera/