Sumarið 2021 á Safnasafninu

Sumarsýningar hafa opnað í Safnasafninu á Svalbarðseyri.

Sumarsýningarnar eru 12 og fjalla um svipbrigðaríka tjáningu í nánd innan félagslegra takmarkana, hvort sem það eru hópar eða einstaklingar sem raða sér upp af skyldleika í listinni.

Ýmsar nýjungar eru á ferðinni í ár sem gestir safnsins kynnast smám saman á ferð sinni um safnið. Börnum og fjölskyldufólki er boðið upp á að taka þátt í Feluleik Safnasafnsins, sem felst í því að finna andlit í sýningarsölum og fá viðurkenningarskjal og glaðning frá safninu fyrir. Ef tækifæri gefast verðar skemmtitækjasýningar úr Bláa boxinu í andyrinu.

Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10-17 til 12. september en eftir það er tekið á móti hópum fram eftir hausti. Aðgangseyri er stillt í hóf, vönduð syningarskrá er innifalin og sýnisbækur safneignar eru seldar á vægu verði til styrktar frekari útgáfu bóka.

Á dagskrá sumarsins eru sýningar eftir fjölda listafólks á öllum aldri. Öll einstök með ólíkan bakgrunn.

Vefur Safnasafnsins