Stutt og spennandi námskeið fyrir fullorðna í maí

Í maí býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á nokkur stutt námskeið af fjölbreyttum toga. Viðfangsefnin eru ólík og misjafnt er hvort þau séu ætluð fyrir byrjendur eða lengra komna. Tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja gera sér dagamun og læra eitthvað nýtt.

Námskeiðin hefjast öll 17. maí.

  • Þrívíddarprentun í leir: Á námskeiðinu munu nemendur tileinka sér undirstöðuþekkingu og helstu vinnuaðferðir fyrir þrívíddarprentun í leir. Kynntur verður hugbúnaður til tölvuteikningar ásamt þjálfun í notkun þeirra til að vinna áfram eigin hugmyndir.
  • Frjáls módelteikning: Stutt og hnitmiðað námskeið í frjálsri módelteikningu þar sem teiknað verður með óhefðbundnum aðferðum. Markmiðið er að nemandinn nái að losa um ótta við að teikna „rétt“ og finni frelsi í því að teikna eftir lifandi fyrirmynd.
  • Leirrennsla fyrir byrjendur: Á námskeiðinu er kennt á rafknúinn rennibekk og hver nemandi fær einn slíkan til afnota. Nemendur fá að kynnast heildstæðu ferli þar sem farið er í forvinnu, afrennslu og lokafrágang ásamt glerjun. Að námskeiði loknu taka þáttakendur leirmuni heim. 

Skráning fer fram á vef skólans

Áhugasömum er bent á að skrá sig tímanlega þar sem námskeiðin geta verið fljót að fyllast.