Spennandi námskeið á næstunni

Endurmenntunarskólinn býður upp á námskeið fyrir almenning og sérhæfð námskeið fyrir starfsfólk ólíkra atvinnugreina til sjós og lands ásamt undirbúningsnámskeiðum fyrir sveinspróf í iðngreinum Tækniskólans.

Kvöld- og helgar­nám­skeiðin hjá Endurmenntunarskólanum eru af marg­vís­legum toga. Sem dæmi um spennandi nám­skeið má nefna trésmíði fyrir konur, eldsmíði, hús­gagnaviðgerðir, málmsuðu, gít­arsmíði, útskurð, silf­ursmíði, bólstrun og sauma­nám­skeið.

Hér er hægt að kynna sér fjölbreytt úrval námskeiða Endurmenntunarskólans