Sokkar frá Íslandi

Með bókinni Sokkar frá Íslandi endurvekur Hélène Magnússon sokkahefðir á Íslandi og gefur þeim nýtt líf. Hún sækir innblástur í gamla íslenska sokka og uppskriftir og mynstur í hefðbundna íslenska vettlinga. Bókin inniheldur 17 prjónauppskriftir af sokkum með sterkum íslenskum blæ.

Miðsokkar, háir sokkar, hálfsokkar, allir koma þeir í mörgum stærðum og allir eru þeir ólíkir. Sumir eru prjónaðir að ofan, aðrir upp frá tánum og allir státa þeir fjölbreyttum afbrigðum af hælum og tám. Sumar prjónaaðferðirnar eru nýstárlegar en aðrar einfaldari. Þér mun ekki leiðast við prjónið enda eru í bókinni sokkauppskriftir fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna.

Bókin er fyrst gefin út í formi prjónaklúbbs. Starfsemi prjónaklúbbsins hófst fimmtudaginn 1. október sl. og stendur í 14 vikur til fimmtudagsins 31. desember 2020. Á hverjum fimmtudegi færðu sent rafrænt eina eða tvær uppskriftir en stundum einnig grein eða smásögu. Þú getur gengið í klúbbinn hvenær sem er, svo framarlega sem það sé fyrir áramót, og getur valið á milli mismunandi aðildarvalkosta.

Við lok klúbbsins færðu senda fallega bók (á rafrænu formi eða útprentaða eftir vali) sem inniheldur allar prjónauppskriftirnar ásamt greinunum og sögunum.

Þá verður bókin prentuð og fáanleg í heildsölu í janúar 2021 á íslensku, ensku og frönsku.

Garn
Sokkarnir sem sýndir eru í bókinni eru prjónaðir með Kötlu Sokkabandinu, einstöku DK/sportbandi úr hreinni óblandaðri íslenskri lambsull (99%) og örlitlu silki (1%). Katla sokkaband er hannað af Hélène. Einnig er að sjálfsögðu tilvalið að nota annað svipað garn en fyrir flesta sokkana er prjónfestan 26 L og 32 umf yfir 10 cm í sléttu prjóni. Prjónfestan náðist með 2,5 mm prjónum en sumar prjónakonur sem prufukeyrðu uppskriftirnar þurftu að fara niður í 2 mm eða upp í 2,75 og jafnvel 3 mm. 

Um höfundinn

Hélène Magnússon er franskur/íslenskur prjónahönnuður með ástríðu fyrir íslenskri prjónahefð. Hún rekur hönnunarfyrirtækið Prjónakerling og telur að besta leiðin til að varðveita prjónahefðir sé að halda áfram að nota þær og gefa þeim nýtt líf. Hönnun Hélène hefur verið sýnd víðsvegar og á hún fjölmarga aðdáendur um allan heim.

Í von um að endurvekja íslenskt blúndu- og sjalaprjón, hannaði hún einstaklega fíngert band úr hreinni óblandaðri íslenskri lambsull sem hún sérvelur frá íslenskum bændum. Love Story Einband kom á markaðinn fyrir nokkrum árum, síðan Gilitrutt Tvíbandi og hlutu þau bönd verðlaun frá Icelandic Lamb stjórninni árið 2017. Katla Sokkaband er nýjasta tegundin og fyrsta íslenska DK-sokkagarnið sem sett hefur verið á markað.

Hélène miðlar viðtækri prjónakunnáttu sinni á prjóna- og gönguferðum um hálendi Íslands sem hún hefur skipulagt og staðið fyrir síðan árið 2010.

Þú getur skoðað veröld Hélène á netinu á vefsíðu hennar, prjonakerling.is, þar sem finna má prjónauppskriftir, prjónapakka og bækur og gott úrval af íslensku garni, þar á meðal bandið hennar.

Hélène er fædd árið 1969 og býr í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni.