Smiðsbúðin opnar

Gullsmiðirnir Erling og Helga Ósk sem rekið hafa verslun og verkstæði á Hvefisgötunni undanfarin ár flytja sig um set og opna Smiðsbúðina í gömlu verbúðunum í Suðurbugtinni. Smiðsbúðin er sjarmerandi og fallegt rými sem hæfir verkum og starfi smiðanna ákaflega vel, af þessu tilefni bjóða þeir til opnunarfagnaðar á laugardaginn klukkan 14:00

Erling og Helga hafa verið áberandi í hönnunar og handverkssenunni í Reykjavík undanfarin ár. Verk þeirra spanna breytt svið sem ramba á mörkum hönnunar og stakra listaverka. Þau eiga bæði langan og farsælan feril sem gullsmiðir, hafa sýnt verk sín bæð hér heima og erlendis, ýmist á einkasýningum eða með þátttöku í samsýningum.
Á vinnustofu þeirra í verbúðinni hafa Erling og Helga skapað umhverfi og sýningarrými þar sem upplifunin er einstök og hæfir sérstakri hönnun þeirra og vönduðu handverki.

Erling Jóhannesson og Helga Ósk Einarsdóttir
verslun og vinnustofa í gömlu verbúðunum á Geirsgötu 5a, Reykjavík

Nánar um opnun á Facebook

Smiðsbúðin á Facebook