Smávinir í Stykkishólmi opna sem hagleikssmiðja

Smávinir í Stykkishólmi opna sem hagleikssmiðja

Smávinir sérhæfa sig í gerð handunnina hluta úr íslensku birki. Eigandi Smávina er Lára Gunnarsdóttir, myndlistarkona. Aðrar hagleikssmiðjur á Íslandi eru Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki og Leir 7 sem er í sama húsnæði og Smávinir. Svo skemmtilega vill til að Leir 7 fagnar 10 ára afmæli þennan dag.

Opnunin fer fram fimmtudaginn 7. desember, kl. 20 hjá Smávinum, Aðalgötu 20, Stykkishólmi. Allir eru velkomnir. 

Viðurkenning á gæðum og þekkingu

Við opnunina verða Smávinir formlegur félagi í alþjóðlegu samtökunum ÉCONOMUSÉE® network. ÉCONOMUSÉE® network er samtök handverksfyrirtækja, viðurkennd fyrir gæði sín og sérstöðu, er opna dyr sínar fyrir almenningi til að deila ástríðu sinni á viðfangsefni sínu og arfleifð. Um 80 handverksfyrirtæki eru nú aðilar að samtökunum í löndum Norðurhjarans: Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Írlandi, Norður-Írlandi, Noregi, Svíþjóð og upprunalandinu Kanada. Markmið ÉCONOMUSÉE® Network er að halda í heiðri handverki og handverksþekkingu samhliða því að tryggja hagvöxt í dreifbýli. Matís er fulltrúi ÉCONOMUSÉE® network á Íslandi.

Verið velkomin á opnunarhátíð, afmælisveislu og jólastund á Aðalgötu 20, Stykkishólmi þann 7. desember frá kl. 20-22.

Hlýlegar veitingar á boðstólnum!