Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20 stendur Heimilisiðnaðarfélag Íslands fyrir samprjóni á skotthúfu frú Auðar í streymi á netinu (facebook-live). Þetta fyrra kvöld af tveimur, verður fróðleikur um húfuna, uppskriftin birt og sagt frá því hvernig hún var upphaflega í höndum frú Auðar. Breytingar hafa verið gerðar á uppskriftinni en hún er nú úr léttlopa í stað þrefalds plötulopa. Húfan er sýnd á nokkrum mismunandi stigum svo og fullprjónuð. Seinna kvöldið er 4. mars en þá er gengið frá húfunni og farið í gerð skúfs og mismunandi gerðir skotthúfuhólka.
Nánari upplýsingar má nálgast hér.
Viðburðir af þessu tagi verða á dagskrá fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði í febrúar, mars, apríl og maí hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands.