Skalsútsaumur - námskeið

Danskur og svolítið rómantískur stíll í útsaumi er gjarnan kenndur við handavinnuskólann í Skals. Nú þarf ekki að leita svo langt því í Heimilisiðnaðarskólanum er boðið upp á þriggja kvölda námskeið undir yfirskriftinni Skals útsaumur – þrívíddarsaumur.

Á námskeiðinu er saumaður handayrðapoki úr hör, frágenginn með gatafaldi og snúru. Nemendur velja úr nokkrum munstrum/myndum sem henta til þrívíddarsaums og læra að yfirfæra munstur á efni með götun og olíulitum. Meðal útsaumsgerða sem kenndar verða eru varpleggur, fræhnútar, spíralar, tunguspor og hedobotakkar.

Kennari er Katrín Jóhannesdóttir.
Námskeiðið er þrjú skipti, kennt er á þriðjudögum kl. 18-21 dagana 27. september og 4. og 11. október.
Námskeiðsgjald er 22.600 kr. (20.340 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) – saumnálar, efni og garn er innifalið.
Skráning á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500.