SKÁL! HN gallery sýnir í sýningarsal Handverk og hönnun á HÖNNUNARMARS

Með samstarfi við fjölda íslenskra fyrirtækja og handverksfólks sýnir HN GALLERY fjölbreytt úrval af framúrskarandi hönnunarvörum þar sem lagt er áherslu á gæði, nýsköpun og gæða handverk. Okkar aðal markmið er að efla og stuðla að þróun íslenskrar hönnunar og koma henni áfram á nýjan og spennandi hátt.
HN GALLERY tekur þátt í fyrsta skipti á Hönnunarmars 2024 með sýningunni SKÁL í samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN í glæsilegum sýningarsal þeirra á Eiðistorgi 15.
Sýningin opnar 24.04.24 kl 18-20
Á sýningunni munum við ekki einungis sýna framúrskarandi vöruúrval heldur munum við einnig
segja frá þeirri sterku heild og farsælum samstörfum í hönnun, handverki og innlendri framleiðslu sem búin er að myndast innan HN GALLERY og því ómetanlega atvinnuskapandi samstarfi sem á sér þar stað.
 
Sýningin stendur allann hönnunarmars og verður framlengd til 2. maí
Opunartímar sýningar/openinghours

Miðvikudagur 24.04 OPNUN 18-29
Fimmtudagur 25.04 kl.12-18
Föstudagur 26.04 kl.12-18
Laugardagur 27.04 kl.12-16
Sunnudagur 28.04 kl.12-16
Mánudagur 29.04 kl.12-18
Þriðjudagur 30.04 kl.12-18
Miðvikudagur 01.05 kl.16-18
Fimmtudagur 02.5 kl.15-18 (breyttur opnunartími)
Föstudagur 03.05 SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR  kl.12-18
 
English:
In collaboration with a multitude of Icelandic companies, HN GALLERY showcases a diverse selection of outstanding design products, emphasizing quality, innovation and quality craftsmanship. HN GALLERY´S main goal is to promote and support the development of Icelandic design and to present it in a new and exciting way.
 
For the first time HN GALLERY will participate at DesignMarch 2024 with the exhibition "CHEERS" in collaboration with HANDVERK OG HÖNNUN in their magnificent exhibition hall at Eiðistorgi 15. Opening on 24.04.24 at 18-20.
 
At the exhibition, HN GALLERY will not only display an outstanding selection of products, but also highlight the strong collective between designers, craftsmen and local producers that has formed within HN GALLERY and the invaluable collaborative work taking place there.