Sjávarskrímsli - sýning í Norræna húsinu

Sýningunni Sjávarskrímsli eftir sænska skartgripahönnuðinn Lena Lindahl lýkur á morgun.

Sjávarskrímsli í Norræna húsinu.

Skartgripasýningin endurspeglar upplifun okkar á náttúrunni og hvað við veljum að sjá þegar náttúran ögrar okkur?
Sænski skartgripasmiðurinn Lena Lindahl hefur skapað skartgripalínu undir áhrifum frá teikningum af sjávarskrímslum. Listakonan heillaðist af þeim eftir að hafa skoðað gömul landa- og sjókort þar sem sjá mátti allskyns kvikindi í hafinu og augljóst var að ímyndunaraflið hafði fengið lausan tauminn. Skrímslin, sem að öllum líkindum eru uppspuni mannsins, endurspegla að mati Lenu hvernig sjómenn hafa upplifað hættur í náttúrunni og segja meira um ímyndunarafl sjómannsins (undir álagi) frekar en náttúruna.
Úr gömlum íslenskum heimildum:
"Nú mun ek segja þér, at þetta eru sjóskrímsl tvau. Heitir annat hafgufa, en annat lyngbakr. Er hann mestr allra hvala í heiminum, en hafgufa er mest skrímsl skapat í sjónum. Er þat hennar náttúra, at hún gleypir bæði menn ok skip ok hvali ok allt þat hún náir."
Lindahl er stödd hér á landi á vegum Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) Reykjavík residency. 
www.norraenahusid.is