SHIFT

Sýningarlok á laugardag!

Fimm íslenskir og sex skoskir hönnuðir koma í fyrsta sinn saman í nýrri, tilraunakenndri sýningu sem var opnuð í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi þann 22. mars. Sýningin ber yfirskriftina SHIFT.

Á sýningunni er stefnt saman fjölbreyttum verkum skoskra og íslenskra samtímahönnuða sem vinna í leir, tré, eðalmálma og textíl. Þeir hittast í fyrsta sinn á HönnunarMars, skiptast á hugmyndum og byrja þróunarvinnu fyrir áframhaldandi verkefni. Tilgangur SHIFT er að gefa ólíkum hönnuðunum kost á faglegu samtali og útbúa farveg þar sem þeir geta veitt hver öðrum innblástur. Fyrsta sýningarverkefni hópsins er í Gallerí Gróttu en með áframhaldandi samstarfi í gegnum röð sýninga og viðburða í Skotlandi og á Íslandi munu hönnuðirnir fá tækifæri til að kynnast heimkynnum, umhverfi, hæfileikum, reynslu, efnisnotkun og tækni hvers annars. 

Samstarfsverkefnið er í senn vettvangur fyrir ferskar hugmyndir og nýja nálgun í skapandi framleiðslu. Því er einnig ætlað að efla og búa til tengingar við nýja markhópa og stuðla að nánari tengslum milli landanna.

Þátttakendur:

Julia Smith  www.juliasmithceramics.com

Hilary Grant www.hilarygrant.co.uk

Diggory Brown (Netty Sopata) www.diggorybrown.com

Eileen Gatt www.eileengatt.co.uk

Yellow Broom (Clare Waddle og David Robson) www.yellowbroomproduct.co.uk

Agustav (Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson) www.agustav.com

Doppelganger (Guðrún Lárusdóttir og Ragna Fróða) www.doppelgangercollection.com

Guðný Hafsteinsdóttir www.gudnyhaf.is

 Sýningarstjórar:

Carol Sinclair og Pamela Conacher 

Sýningin stendur yfir í mánuð eða til 22. apríl. Aðgangur er ókeypis.

Opnunartímar:

Mánudaga – fimmtudaga 10-19 / föstudaga 10-17 / laugardaga 11-14

Nánari upplýsingar um samstarfið má finna hér