Sérfræðileiðsögn um textíla Þjóðminjasafns Íslands

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir textílhönnuður og textílforvörður veitir sérfræðileiðsögn um Þjóðminjasafn Íslands sunnudaginn 28. apríl kl. 14. Hún mun staldra við ólíka textíla sem skoða má á grunnsýningunni Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og segja frá gerð textílanna, notkun þeirra og fleira.

Íris hefur starfað á nokkrum söfnum, meðal annars sem safnstjóri Byggðasafnsins Hvols á Dalvík í 16 ár. Hún starfar nú meðal annars sem stundakennari hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Leiðsögnin fer fram á íslensku og er öllum opin. 

Sjá nánar um viðburðinn á Facebook