Samsýning Þykkvabæjarkvenna

Þykkvabæjarkonur bjóða til opnunar á samsýningu í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, Reykjavík fimmtudaginn 7. október frá 16:00 til 18:00. Léttar veitingar í boði.

Þann 17. júní 2020 héldu Þykkvabæjarkonur fjölbreytta listsýningu í Hlöðueldhúsinu í Þykkvabæ og mæta þær nú með sýninguna í Kirsuberjatréð.
Þykkvabæjarkonur eru þær Guðrún Borghildur Ingvarsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir og Hrönn Vilhelmsdóttir.
Guðrún Borghildur sem vinnur úr efnivið sem á sér fyrra líf sýnir hvað hægt er að vinna marga hluti úr einum leðurjakka.
Halldóra, þekkt sem Hlutverk frá Dóru, sýnir skúlptúra innblásna af landbúnaðarverkfærum.
Hrönn, kennd við Hlöðueldhúsið, sýnir bæði þrykk og skúlptúra hannaða úr nærumhverfinu.
 
Sýningin verður opin á opnunartíma Kirsuberjatrésins til og með laugardagsins 16. október.