Samfélagssjóður Fljótsdals

Samfélagssjóður Fljótsdals tengist samfélaginu í Fljótsdalshreppi á Austurlandi. Landssvæði inn af Fljótsdalshéraði og Lagarfljóti, og upp á hálendið austan Snæfells að jöklum.

Úthlutun ársins eru um 12. milljónir króna og er umsóknafrestur til 14. febrúar 2022 – sjá allar nánari upplýsingar hér.

Sjóðurinn leggur megin áherslu á atvinnuuppbyggingu og verkefni til aukinnar verðmætasköpunar í Fljótsdalshreppi.

Helstu auðlindir hreppsins og innan hrepps eru menning, saga, sauðfjárafurðir, trjáviður, rafmagn, ferðamenn, villt náttúra og dýralíf, ræktunarland, þjóðgarður og friðuð svæði, aðstaða fyrir störf án staðsetningar, og fleira og fleira.

Helstu fyrirtæki og stofnanir fyrir utan hreppinn eru; Landsvirkjun (Fljótsdalsstöð), Skriðuklaustur (Gunnarsstofnun/Klausturkaffi), Óbyggðasetrið, Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs, Hengifoss Gistihús, Hálendis gistihúsið Laugarfell, Skógarafurðir, Sauðagull, Saumadraumur, Valþjófsstaðakirkja, Hel fjallahjólaleiðir auk allra fyrirtækjanna sem eru í skógrækt, sauðfjárrækt, hrossa- og nautgriparækt.

Fyrirhugað – m.a. uppbygging þjónustumiðstöðvar við Hengifoss, hótels við Óbyggðasetrið, skipulag byggðakjarna í Fljótsdal, o.fl., o.fl.

Sjóðurinn veitir einnig styrki í verkefni á sviði menningar, sögu, handverks, viðburða og miðlunar sem nýtist byggðarlaginu. Sjá nánar í þessu yfirliti hér.

Allir geta sótt um en lögð megin áhersla á að verkefnið nýtist á einn eða annan hátt samfélaginu í Fljótsdal. Samstarfsverkefni hafa aukið vægi.