Sagan mín

Sýning Margrétar Guðnadóttir “Sagan mín” hefur verið opnuð í herbergi Kirsuberjatrésins, Vesturgötu 5, 101 Reykjavík.

Margrét er hönnuður sem býr og starfar í Reykjavík. Spiladósir með íslenskum þjóðlögum ásamt lömpum, körfum og trévörum eru meðal verka hennar sem hún vinnur úr tágum, pappír, pappírssnæri, íslenskum við og endurvinnur gamlan útsaum. Á sýningunni má sjá fjölbreytt verk frá löngum ferli Margrétar.

Sýningin er opin á opnunartíma Kirsuberjatrésins: 11-18 alla virka daga og 11-17 á laugardögum.

Verið velkomin.